Fræðsla og námskeið

námskeið sem Eru í boði


EMDR hópanámskeið fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir áfalli eða erfiðri lífsreynslu

(G-TEP) EMDR Group Traumatic Episode Protocol (Shapiro, 2013a, Elaan Shapiro). EMDR hópameðferð er frábrugðin hefðbundinni hópmeðferð að því leyti að hópmeðlimir vinna sjálfstætt og ræða ekki áfallasögu sína við aðra. EMDR hópasamskiptareglur veita einnig sveigjanleika, þar sem notkun þeirra krefst ekki að aðilar í hópnum séu að vinna með sama vanda. Þannig forðast einstaklingar hvers kyns aukakveikjur, komast framhjá öllum mögulegum félagslegum kvíða sem tengist því að tala í hópi og geta hagnast á einhverjum af þeim jákvæðu ávinningi sem er sameiginlegur hópupplifun (Yalom, 1970).

Viðburðir framundan

  • EMDR og TRE Helgarnámskeið

    25. maí —26. maí 2024

    Verð. 55.000 kr fyrir 1. apríl
    Verð 65.000 kr eftir 1. apríl

    Á þessu helgarnámskeiði fær þátttakandinn tækifæri til að vinna með og auka þekkingu og færni fyrir eigin heilsu. Afleiðingar áfalla og streituvaldar eru meðal viðfangsefna á námskeiðinu auk margs annars sem getur leitt til betri heilsu og bættra lífsgæða.

  • Hópnámskeið í EMDR og TRE

    Á þessu gagnvirka námskeiði fær þátttakandinn tækifæri til að vinna með og auka við eigin þekkingu og færni fyrir eigin heilsu. Afleiðingar áfalla og streituvaldar eru meðal viðfangsefna okkar í námskeiðinu auk margs annars sem getur leitt til betri heilsu og bættra lífsgæða.

    Dagsetningar fyrir næsta námskeið
    auglýst síðar.


  • Foreldra-hópmeðferð

    GPEP (Group Parent Empowering Protocol)- Valdeflandi EMDR námskeiðið styður foreldra til að nota úrræði sem mun leggja grunninn að aukinni getu í tengsla- myndun og jákvæðum uppeldis aðferðum.

    Hópurinn hittist einu sinni í viku
    í 2 vikur.

    Dagsetningar fyrir næsta námskeið
    auglýst síðar.

LÍKAMINN MAN
Hópnámskeið í  EMDR og TRE

Á þessu tveggja daga gagnvirka námskeiði fær þátttakandinn tækifæri til að vinna með og auka við eigin þekkingu og færni fyrir eigin heilsu. Afleiðingar áfalla og streituvaldar eru meðal viðfangsefna okkar í námskeiðinu auk margs annars sem getur leitt til betri heilsu og bættra lífsgæða. Á námskeiðinu er rifjað upp hvernig streita hefur áhrif á  líkamann og viðbrögð taugakerfisins við streitu og áföllum. 

Tilgangur námskeiðisins er bæði uppbygging og styrking einstaklinga fyrir úrvinnslu áfalla. Einnig aukum við þolmörk líkamans fyrir betra tilfinningalegt jafnvægi. Loks lærum við að tengja betur saman huga og líkama. Það bætir færni okkar við að takast á við streitu og almenna vanlíðan.

  • "Mér fannst Sigríður skapa mjög öruggt umhverfi fyrir mig og hópinn. Fyrirmæli voru skýr og ég upplifði mig örugga og fannst ég skilja hluti vel. Það tók stundum smá á að taka þátt sem hluti af hópi en virkaði líka hollt.Tímarnir voru passlega margir það var gott að taka alltaf fyrir þrjú atvik þá myndaðist pláss fyrir atvik sem ég flokka ekki sem stór áföll heldur mylsnu – litlar vísbendingar um flóknari heild, sem mér fannst gott. Þetta gaf mér mjög mikið. Takk kærlega fyrir mig."

  • "Mér finnst námskeiðið gefa góða mynd af þessu ferlið. Mér fannst blaðið skýrt, góð og einföld hönnun. Fannst gott að hafa það fyrir framan mig og að sjá þetta ferli svona skriflegt. Mér finnst gott að sjá hlutina myndrænt og hjálpar mér að skilja betur. Námskeiðið var frábær viðbót við einstaklingsmeðferðina og gefur enn betri innsýn í EMDR aðferðina."

  • "Það kom á óvart hvað það komu upp mörg atriði við að ”tappa” á milli dagsetninga, en mörg af þeim var ég einfaldlega búin að gleyma. Mér fannst þetta mjög hjálplegt og sérstaklega gott að hafa þetta svona myndrænt og vel sett upp fyrir framan mig. "

Sigríður stofnaði félagasamtökin Blátt áfram 2004 og vann í félaginu í meir en 15 ár, m.a. við fræðslu og ráðgjöf um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Hún hélt ótal erindi fyrir foreldra, stjórnendur og starfsfólk sem starfa með börnum og ungmennum með forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Einnig leiðbeindi Sigríður við að þekkja einkenni og afleiðingar ofbeldis um leið og hvernig megi veita stuðning við þannig aðstæður. Sigríður veitir einnig ráðgjöf til stofnana, íþróttafélaga auk annarra félagasamtaka varðandi innleiðingu á starfs- og siðareglum er snúa að verndun barna gegn ofbeldi. Sigríður er stundakennari við Háskólanum á Akureyri og EHÍ um sálræn áföll og ofbeldi.

Hefur þú einhverjar spurningar?