Fjarviðtöl

EMDR Setrið býður upp á fjarviðtöl

Í fjarviðtölum er boðið upp sömu meðferðarnálgun eins og í viðtölum á stofunni. Fjarviðtöl henta t.d. vel þegar COVID er á ferðinni. Einnig henta þau fyrir einstaklinga sem búa úti á landi eða komast ekki í viðtal vegna einnhveirra annarra aðstæðna.

Notast er við TeleMed sem er hannað með tilliti til krafna landlæknis og persónuverndar. Skjólstæðingur auðkennir sig inn i viðtalið með rafrænum skilríkjum.

Sérhvert viðtal á sér stað í lokuðu viðtalsherbergi þar sem aðeins skjólstæðingur og heilbrigðisstarfsmaður hafa aðgang. Bóka þarf tíma fyrir fjarviðtal hjá ritara eins og aðra tíma.

TeleMed hefur undirgengist öryggisúttekt af óháðum þriðja aðila með tiliti til þeirra krafna sem gerðar eru skv. fyrirmælum landlæknis um upplýsingaöryggi og meðferð persónuupplýsinga.

Ertu tilbúinn að byrja?