top of page

LOTUMEÐFERÐ

Hvað inniheldur EMDR lotumeðferð?

15 klst. EMDR lotumeðferð getur veitt þér jafnvirði a.m.k. um 4 mánaða meðferð á skemmri tíma.

Frítt 30 mínútna spjall


Samtal um EMDR lotumeðferð hefst með stuttu myndspjalli til að meta hvort lotumeðferð henti þínum þörfum. Þú færð tækifæri til að spyrja spurninga, deila því sem þú vilt vinna með og fá tilfinningu fyrir hvernig ég vinn. Ef við ákveðum saman að þetta henti, bókum við forviðtal.

Forviðtal 90 mínútur


Forviðtal er til að meta hvort meðferðin henti þér og til að skilgreina vandan nánar. Setjum markmið fyrir meðferðina og skoðum væntingar þínar fyrir meðferðinni. Afhent er persónuleg meðferðarvinnubók sem gerir þér kleift að vinna að meðferðarmarkmiðum þínum fyrir, á meðan og eftir EMDR lotuna.

Lotumeðferð (1-3 dagar)

 

Meðferðin er sérsniðin að hnitmiðuðum meðferðarmarkmiðum þínum sem er yfirleitt tveir tímar fyrir hádegi með amk klukkustundar hlé og síðan 2-3 tíma meðferð eftir hádegi.
Þessi hraði gerir okkur kleift að kafa dýpra án þess að verða yfirþyrmandi og tíminn á milli meðferða auðveldar líkama og huga að meðtaka vinnuna.

Viðtal eftir meðferðina (50 mínútur)

 

Meðferðarviðtal 30 dögum eftir lotumeðferðina er til að meta og styðja aðlögun þína að jákvæðum breytingum. Mikilvægt er að átta sig á því að EMDR lotumeðferð er ekki ævarandi lausn allra mála. Mögulega er þörf á stuðningi eða annarri meðferð.

Lotumeðferð - Intensive

Hugsanlegir kostir EMDR lotumeðferðar eru:

  • Minnkuð einkenni áfallastreituröskunar (PTSD).

  • Bætt bjargráð.

  • Meiri tilfinningalegur sveigjanleiki.

  • Aukin geta til að vinna úr erfiðri reynslu og setja hana í samhengi við daglegt líf.

  • Bætt almenn andleg vellíðan.

 

Auk þess getur samþjappaður tími sem fer í meðferðina leitt til sparnaðar fyrir skjólstæðinginn. Vinsamlegast athugið að EMDR lotumeðferð hentar ekki öllum og  er eingöngu undir leiðsögn þjálfaðs og vottaðs EMDR meðferðaraðila.

EMDR lotumeðferðar ferlið

Meðan á EMDR lotumeðferð stendur hittast meðferðaraðili og skjólstæðingur venjulega í nokkrar klukkustundir á hverjum degi yfir nokkra daga. Meðferðaraðilinn leiðbeinir skjólstæðingnum í gegnum EMDR ferlið til að vinna úr og samþætta fyrirfram ákveðnar áfalla minningar eða atburði og verður til nýtt viðhorf á eigin reynslu.

Lotumeðferð getur verið gagnleg fyrir einstaklinga sem hafa takmarkaðan tíma, eða ef þeir hafa ákveðinn atburð sem þeir vilja einbeita sér að í meðferð. Hún getur einnig gagnast einstaklingum með flókna áfalla sögu sem kunna að þurfa ákveðna og markvissa úrvinnslu.

Hverjum hentar EMDR lotumeðferð?

EMDR lotumeðferð er ætluð einstaklingum sem:

  • Upplifa alvarleg eða viðvarandi einkenni áfallastreitu og hafa ekki náð árangri með öðrum meðferðum.

  • Glíma við fíknivanda eða flókin áföll (CPTSD).

  • Eru áhugasamir og vilja finna fleiri leiðir til að hafa áhrif á vanlíðan og streitueinkenni.

 

EMDR meðferð hjá EMDRsetrinu er framkvæmd af sálfræðingi sem er vottaður EMDR meðferðaraðili. 

Hvers vegna að velja EMDR lotumeðferð?

Kannski hefur þér fundist að eitthvað djúpstætt eigi enn eftir að breytast, en þú ert ekki alveg að komast þangað með núverandi meðferðaraðila þínum. Kannski skilur þú nú nýja hluti huglægt, en það er enn vanlíðan í líkamanum.

Kannski hefur þig langað til að hefja vikulega meðferð í nokkurn tíma núna. En samt hefur dagskráin þín verið svo annasöm og krefjandi að vikulegur meðferðartími finnst þér frekar yfirþyrmandi en styðjandi.

Kannski þarftu hjálp — og mikið af henni — strax, og þú vilt ekki eyða mánuðum í hefðbundna vikulega meðferð til að líða betur.

EMDR lotumeðferð styður annasamt foreldri með börn, starfandi fagaðila með mikið á sinni könnu, aðila sem er að takast á við fíknivanda eða skjólstæðing sem þarf auka hjálp núna. Hver sem ástæðan er fyrir því að vikulegir tímar henta þér ekki, getur EMDR lotumeðferð passað fyrir þig þegar þú þarfnast hjálpar.

Við hverju má búast meðan á og eftir EMDR lotumeðferð?

Meðan á meðferðinni stendur getur þú búist við mörgum umferðum af EMDR úrvinnslu með hléum inn á milli. Meðferðaraðilinn leiðbeinir þér í gegnum slökunar- og jarðtengingaræfingar til að hjálpa þér að takast á við sterkar tilfinningar meðan á meðferðinni stendur.

Eftir lotumeðferðina er eðlilegt að finna fyrir tilfinningasveiflum eða þreytu þar sem heilinn og líkaminn áfram að vinna úr og samþætta þá reynslu sem unnið var með í lotunni. Það er mikilvægt að setja sjálfsumönnun í forgang eftir meðferðina og ræða allar áhyggjur við meðferðaraðila þinn. Með tímanum getur meðferð leitt til varanlegra breytinga á því hvernig þú hugsar um og bregst við fyrri áföllum.

EMDR lotumeðferð er aðlöguð fyrir  hvern einstakling sem leitar bata eftir áföll eða vilja bæta almenna vellíðan sína. Boðið er upp á öruggt og styðjandi umhverfi þar sem skjólstæðingar geta unnið í gegnum tilfinningalegar kveikjur, neikvæð viðhorf og líkamleg einkenni sem trufla daglegt líf.

 

EMDR lotumeðferð inniheldur:

  • Forviðtal til að meta hvort meðferðin henti þér og til að skilgreina vandann nánar.

  • Persónulega meðferðarvinnubók sem gerir þér kleift að vinna að meðferðarmarkmiðum þínum fyrir, meðan á og eftir EMDR lotuna.

  • Sérsniðna meðferðaráætlun með hnitmiðuðum meðferðarmarkmiðum.

  • Meðferðarviðtal 30 daga eftir lotumeðferðina til að meta og styðja aðlögun þína að jákvæðum breytingum sem stafa af meðferðinni.

 

Meðferðin er í umsjón sálfræðings með þjálfun í EMDR áfallameðferð og ýmsum fleiri aðferðum til að leiðbeina skjólstæðingum í átt að betra lífi og auknu jafnvægi.

Taktu skrefið í átt að bættri líðan og betri heilsu.

Umsögn um Lotumeðferð

“Mjög áhrifamikið og öflugt, tók minna á en ég hélt þrátt fyrir tilfinningasveiflurnar.
Óþægilegt líka en ég vissi að við hefðum alveg nógan tíma, ekki verið að flýta sér. Höfðum allann þann tíma sem við þurftum til að klára að vinna það sem kom upp. 


Það var góð tilfinning, við vorum ekkert að flýta okkur. 


Merkilegt hvað við náðum að fara í gegnum mikið á 5 klst. Í samanburði við vikulega tíma hefði þetta dreifst á 5-6 meðferaðartíma (50 mín) sem við gerðum samtals á 5 tímum (klst) og allt á sama deginum.


Það var öflugt að geta haldið áfram, það sem við fórum í gegnum fyrst leiddi áfram að því næsta og það kom eitthvað annað á yfirborðið. Tengdi síðan áfram, hver úrvinnsla var því dýpri, þurftum ekki stöðugt að byrja á byrjuninni til að setja grunninn fyrir það sem við vorum að fara gera heldur gátum við farið strax dýpra. Gott að fá pásuna 1 klst út í náttúruna. Þannig að mér leið aldrei eins og að ég réði ekki við þetta. Þó það væri mjög djúp úrvinnsla þá var hún öflug og ég hafði þetta rými, leyfi til að vera með úrvinnslunni. Þurfti ekki að flýta mér að því að tíminn væri að verða búin.  Eins og líkaminn hafi gefið meira eftir og gat setið lengur í því sem ég var að finna og skynja í líkamanum.”

Hentar EMDR meðferð?

bottom of page